Skip to Content

Daniel Liesner varði meistaraverkefni sitt við Háskólann í Rostock í Þýskalandi

Daniel Liesner þýskur líffræðinemi sem dvaldi hjá BioPol ehf og vann undir handleiðslu Dr Bettinu Scholz varði fyrr í mánuðinum meistaravekefni sitt við Háskólann í Rostock í Þýskalandi. Daniel var á Skagaströnd og vann að  verkefni sínu frá maí og fram í október 2016. Verkefnið sem ber titilinn „Chytridiomycosis in near coastal phytoplankton communities from the Baltic and Greenland Sea with special emphasis on the influence of abiotic factors on infection prevalence“ og fjallar um sýkingar af völdum sveppa á svifþörungum. Unnið var með sýni sem aflað var úr Húnaflóa og suðvestanverðu Eystrasalti. Daniel fékk afbragðs einkunn fyrir verkefnið og hefur nú hafið doktorsnám við Alfred-Wegener-institute for Polar and Marine Research í Bremerhaven.