Skip to Content

Líf og fjör í Vörusmiðjunni

Líf og fjör í Vörusmiðjunni

Nemendur Farskóla Norðurlands vestra sem sækja námskeiðið Beint frá býli komu í heimsókn í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd í síðustu viku. Ástæða heimsóknarinnar var að hluti af námskeiðinu fer fram í Vörusmiðjunni. Í þessari heimsókn var framkvæmd sýnikennsla þar sem leiðbeinandinn Páll Friðriksson fór í gegnum nokkra þætti matvælavinnslu t.d. fars- og pylsugerð. Útbúin voru sýnishorn af ýmsum spennandi vörum sem áhugavert verður að sjá hvort unnið verður með áfram. Þátttakendum námskeiðsins stendur síðan til boða að nýta heilan dag út af fyrir sig í Vörusmiðjunni án endurgjalds þar sem slíkt er innifalið í námskeiðinu. Fólk getur þannig nýtt kunnáttu sína til þróunarstarfs í eigin þágu sem við vonum að endingu mun skila sér í fjölbreyttara vöruúrvali fyrir okkur neytendur.