Þörungar og bakteríur sem lifa samlífi með þörungum geta stundum framleitt eitruð efnasambönd. Af þúsundum tegunda smásærra svifþörunga, sem eru grunnurinn í fæðukeðjunni í hafinu, eru þó aðeins nokkrir tugir sem geta framleitt eitur. Helsta áhyggjuefni manna varðandi svokallaðan „blóma“ eitraðra þörunga (Harmful Algal Blooms), þ.e þegar fjöldi einstakra tegunda verður mikill í sjónum, er þegar skelfisktegundir eins og kræklingur sía þörunga úr sjónum og verða í kjölfarið eitraðir. Þá getur magn uppsafnaðs eiturs orðið það mikið að það getur jafnvel valdið dauða þeirra sem neyta skelfisksins (Shumway, 1990).
Eitrunaráhrif af völdum eitraðra þörunga kallast:
(PSP)
Paralitic Shellfish Poisoning (lömunareitrun)
Eitur: Saxitoxin
(ASP)
Amnesic Shellfish Poisoning (óminniseiturn)
Eitur: Domoic acid
(DSP)
Diarrhetic Shellfish Poisoning (niðurgangseitrun)
Eitur: Okadaic acid
Unnið upp úr efni af heimasíðu Jellett í kanada.