Það hefur sýnt sig að einn mikilvægasti þáttur í ræktun kræklings er vöktun ræktunarsvæðisins. Að vita hvenær á að setja út lirfusafnara er lykilatriði í því að ná góðri ásetu á línurnar. Það getur reynst dýrt fyrir menn að giska á hvenær sé hentugur tími til útsetningar og þannig eiga á hættu að missa úr heila kynslóð í ræktuninni. Einnig getur verið nokkuð breytilegt innan svæða hvar mest er af lirfum og því sjálfsagt að taka sýni í upphafi á nokkrum stöðum til að kanna hvað eru bestu staðirnir. Yfirleitt er miðað við að setja út línur þegar 50% af kræklingalirfunum hafa náð 200 µm stærð. Þó ekki hafi margar rannsóknir farið fram á Íslandi varðandi lirfurrek og fjölda lirfa í sjó, er samt margt sem bendir til þess að lirfusöfnun ætti ekki að vera svo mikið vandamál hér við land standi menn rétt að útsetningu safnara.
Sýnatakan
Sýnataka fyrir kræklingalirfur er frekar einföld en krefst þess þó að menn komist reglulega út á bát til að taka sýni. Háfur, gjarnan 30-40 cm í þvermál með möskvastærð ca. 100 µm, er látinn síga niður á 20 metra dýpi. Háfurinn er síðan dregin hægt upp aftur (0,5 m/sek). Háfurinn er skolaður varlega að utan til að safna öllum lirfum í safnhólf háfsins. Háfurinn er því næst losaður í plastfötu og safnhólfið skolað með sprautukönnu og hreinum sjó. Þetta er síðan endurtekið einu sinni. Innhaldi fötunnar er síðan hellt á 100 µm sigti og að lokum sprautukannan notuð til að hreinsa af sigtinu ofan í plastílát. Sýnið er svo varðveitt ýmist með alchoholi, isopropanoli eða formalíni. Mikilvægt er að standa alltaf eins að sýnatökunni og sýna vönduð vinnubrögð til að fá samræmi í gögnin. Eftirfarandi hluti þarf í sýnatöku:
Háfur (100 µm möskvi)
Kaðall (20 metra)
Plastfötur (gott að hafa 2)
Sprautukanna
Sigti (100 µm möskvi)
Plastílát
Spíra/Isopropanol
Sýnatökubúnað er hægt að kaupa hjá BioPol ehf. Afsláttur er veittur af sýnatökubúnaði ef keypt er þjónusta við talningar á lirfum.
Smásjárvinnan
Kræklingalirfur úr Miðfirði frá 3.09.2010. Lirfurnar eru um 160 µm að stærð og hluti af seinni göngu lirfa þetta sumarið
Það getur reynst nokkuð snúið fyrir byrjendur að greina krækligalirfur í sjósýnum. Sýnin eru tekin á þeim árstíma þegar mikið líf er í sjónum og eru þau því oft nokkuð skrautleg. Þörungar eða aðrar tegundir skelfisklirfa geta því hæglega villt um fyrir þeim sem telur sýnin.
Ekki þarf mjög dýra smásjá eða víðsjá til þess að telja kræklingalirfur í sjósýnum. Það verður þó að hafa í huga að eftir því sem notast er við ódýrari smásjá, þeim mun erfiðara er að mæla stærð lirfa, en það er jú það sem ræður mestu um hvenær þær setjast á safnarana.
Þegar lirfur eru taldar í sýninu er dósinni með sýninu snúið varlega ca. 10 hringi í hvora átt fyrir sig. Þar sem lirfurnar setjast hratt á botninn í sýninu er best að hafa hröð handtök við að opna dósina og taka hlutsýni. Yfirleitt er tekinn 1 mL í einu og hann settur á sérstakt talningargler sem er rúðustrikað. Þegar sýnið hefur sest er því brugðið undir smásjána og lirfur taldar í hverjum reit fyrir sig.
Útreikningar
Byrja þarf á því að reikna út rúmmálið af sjó sem háfurinn hefur síað. Fyrir háf sem er 30 cm. í þvermál er það :
= 20m x (3,14 x 0,15m x 0,15m) = 20m x (3,14 x 0.0225m2) = 1,413 rúmmetrar = 1413 Lítrar
Dæmi: Háfur var dreginn 2x og síaði því 2826 lítra af sjó. Ef 86 lirfur voru að meðaltali í hverjum mL úr sýninu og sýnið var 100 mL, þá eru 86x100 = 8600. Þetta fékkst úr 2826 lítrum af sjó og því voru = 3,04 lirfur að meðaltali í sýninu.
Allar frekari upplýsingar um verð og þjónustu veitir Bjarni Jónasson