Skip to Content

Framleiðsla á lífrænu þörungaþykkni

Framleiðsla á lífrænu þörungaþykkni

Sala á lífrænu íslensku þörungamjöli hefur aukist mikið undanfarin ár, en íslenska mjölið er mjög hreint og ríkt af næringarefnum. Ákveðin gæðaímynd hefur skapast á mörkuðum gagnvart íslensku þörungamjöli af þessu sökum.

Innan Háskólans á Akureyri og víðar hefur á undanförnum árum verið unnið að því að þróa nýjar lífrænar vörur úr íslensku klóþangi og hrossaþara þar sem hráfefnin eru talin hafa víðtækari notkunarmöguleika. Notuð hafa verið sérhæfð ensím til að brjóta niður þang- og þaramjöl, til framleiðslu á lífrænu þörungaþykkni (seaweed extract). Árið 2010 var fyrrverandi framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum ráðinn í vekefni hjá BioPol ehf til þess að gera markaðs og viðskiptaáætlun fyrir sölu og markaðssetningu á slíkum afurðum. Impra nýsköpunarmiðstöð og AVS rannsóknasjóðurinn styrktu verkefnið.