Skip to Content

Rannsóknir á hörpuskel

Hörpuskel

Veiðar og vinnsla á Hörpudiski voru um tíma nokkuð stór iðnaður á Norðurlandi vestra en talið er að sýking hafi valdið hruni í stofninum þannig að veiðar lögðust af með mjög skjótum hætti fyrir 10-12 árum síðan.

Árið 2010 fékk BioPol styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands Vestra til að gera úttekt á ástandi hörpuskelsstofnsins í Húnaflóa m.t.t. sýkinga. Verkefnið var unnið í samstarfi við Árna Kristmundsson hjá Tilraunastöð Háskóla Íslandi í meinafræði að Keldum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að enn sé ástand skelja fremur slakt og því tæpast skapast forsendur til nýtingar á hörpuskeljastofninum í Húnaflóa.