Undirbúningur fyrir verkefni á ræktun smáþörunga hófust árið 2008. Fljótlega var hafist handa við að safna stofnum og þeir ræktaðir við frumstæðar aðstæður í tímabundinni aðstöðu sem BioPol hafði á fiskmarkaðnum Örva. Í febrúar 2009 hófst svo uppbygging rannsóknaraðstöðu og hugmyndavinnu um frekari framkvæmdir á rannsóknum. Í apríl 2010 var svo rannsóknastofan formlega tekin í notkun og eftir það má segja að boltinn hafi fyrst farið að rúlla.
Áhersla hefur verið lögð á einangrun og ræktun á ófrumbjarga sjávarþörungum af flokki sem kallast Thraustochytrids, eða „Thraustar“, sem fer betur í munni. Ræktun á Thraustum fer nú þegar fram á nokkurum stöðum í heiminum og eru afurðir þeirra m.a notaðar í fiskifóður og sem fæðubótaefni í matvæli. Afurðirnar sem Thraustarnir framleiða eru m.a fjölómettaðar fitusýrur sem innihalda hátt hlutfall af omega-3 fitusýrum. Thraustarnir eru frumframleiðendur á þessum fitusýrum, í hafinu, sem síðan safnast upp í fæðukeðjunni frá smákrabbadýrum til þorsksins og stærri sjávarspendýra. Það má því segja að með ræktun Thrausta sé verið að stíga skref niður fæðukeðjuna í hafinu til að nálgast þessi mikilvægu næringarefni á sjálfbæran hátt.
Til að einangra Thrausta hafa verið tekin sjósýni og þau meðhöndluð á sérstakan hátt til að fá einrækt af smáþörungunum. Til að byrja með eru stofnarnir einangraðir á agarskálum en síðan eru þeir færðir yfir í vökvaræktir og stærri skala. Nú þegar hafa ca. 35 stofnar verið einangraði frá mismunandi stöðum við landið. Tveir stofnar hafa verið staðfestir með 18SrDNA raðgreiningu og fitusýrugreiningar benda til þess að um ólíka stofna sé að ræða. Frekari raðgreiningar eru í gangi til þess að staðfesta endanlega hvaða undirtegundir er um að Sumir stofnanna hafa mjög áhugaverða fitusýrusamsetningu og einnig eru vísbendinga um að tveir þeirra framleiði litarefni (astaxanthin).
Helstu samstarfsaðilar í þessu verkefni hafa verið Náttúrufræðistofnun á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Matís ofh hefur séð um greiningu á fitusýrum. Verkefnastjóri yfir þessum verkefnum er Sigurður Baldursson