Pseudo-nitzschia er eini kísilþörungurinn sem getur verið eitraður við Ísland. Tegundin blómstrar yfirleitt um vor eða sumar en getur fundist nánast allt árið. Þær tegundir Pseudo-nitzschia sem eru eitraðar framleiða domoic sýru sem getur valdið svokallaðri óminniseitrun, Amnesic Shellfish Poisoning (ASP). Einkenni eitrunar eru meltingatruflanir, taugatruflanir svo sem ruglingur, minnisleysi, mikill höfuðverkur og flogaköst. Getur valdið dauða.
ASP eitur er hægt að mæla með góðum árangri með ELISA- prófi. Prófið sem við notum fyrir ASP eitur kemur frá Biosense Laboraties í Noregi eða með prófum frá Jellett í Kanada.