Síðan 2008 hafa um 500 selir verið krufðir og safnað úr þeim sýnum á vegum BioPol. Markmiðið er að rannsaka fæðu mismunandi selategunda við Íslandsstrendur. Fæðusamsetningin var síðast könnuð árin 1992 og 1993 og síðan þá hafa nokkuð miklar breytingar orðið á lífríki sjávar og því nauðsynlegt að afla nýrra upplýsinga um fæðu sela við mismunandi skilyrði í hafinu. Unnið hefur verið að því hörðum höndum að greina sýnin og skrá upplýsingar og hafa komið að því margar hendur, m.a sérfræðingur frá Portúgal sem vann hjá BioPol sumarið 2010. Jacob Kasper (hyperlink á starfsmanninn) hefur yfirumsjón með rannsóknum á selum.