Skip to Content

Rannsóknir á skötusel

Skotuselur

Sumarið 2010 hóf BioPol verkefni er nefnist „Lífshættir, stofnsamsetning og vistfræðileg áhrif skötusels (Lophius piscatorius) á nýjum útbreiðslusvæðum„. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar á lífsháttum, stofnsamsetningu og áhrifum skötusels á vistsamfélög á nýjum búsvæðum tegundarinnar við vestur- og norðurströnd Íslands. Samsetning veiðistofns verður rannsökuð á völdum svæðum við Breiðafjörð, Vestfirði og Húnaflóa auk þess sem áhersla verður lögð á fæðunám skötusels og samspil við aðra nytjastofna, s.s hrognkelsi. Markmiðið með verkefninu er ekki síst að bregðast við þeim miklu breytingum sem eru að verða á útbreiðslu skötusels og styrkja grundvöll veiðinýtingar tegundarinnar.

Sumarið 2010 hafa starfsmenn BioPol mælt og krufið 750 fiska sem veiðst hafa frá Breiðafirði og norður í Húnaflóa. Fyrst var lögð áhersla á að rannsaka fiska sem fengust sem meðafli í grásleppunet en einnig er búið að rannsaka fiska frá skötuselsbátum og rannsóknaveiðafæri verða lögð haustið 2010. Niðurstöður úr fyrsta hluta þessa verkefnis verða birtar fljótlega.

Verkefnastjóri í skötuselsverkefninu er Bjarni Jónasson