Skip to Content

Hvað er DSP?

Hvað er DSP

Orsakavaldur: Dinophysis spp.

Dinophysis, þörungur

Dinophysis acuminata þörungur úr sýni sem tekið var í Miðfirði þann 3.6.2010

Til eru yfir 200 tegundir af ættkvíslinni Dinophysis en aðeins 8 af þeim eru taldar eitraðar. Hafrannsóknarstofnun Íslands hefur sérstaklega fylgst með 3 af þeim. Þörungar af þessari tegund framleiða okadaic sýru og dinophysistoxin (DTX-1) og valda þeir DSP eitrun (Diarrhetic Shellfish Poisoning). Áhrif eitrunar eru yfirleitt magaverkir, ógleði, svefnhöfgi en dauðsföll hafa ekki verið rakin til eitrunar af völdum Dinophysis.

ELISA- prófin sem við notum til mælinga á DSP eru frá Biosense Labaratories í Noregi en við höfum verið í viðræðum við GlycoMar í Skotlandi um að taka upp Phosphatase Inhibition Assay aðferð við mælingar á DSP eitri.