Skip to Content

Þörungablómi í Skagastrandarhöfn.

 
Talsverður þörungablómi var í höfninni á Skagaströnd í gær. Sjórinn var rauðbrúnn á lit og gruggugur eins og sést á myndunum hér fyrir neðan. Eftir nánari athugun kom í ljós að hér voru á ferð skoruþörungar, hornþörungur sem hefur vísindaheitið Ceratium furca. Í Þörungatali Helga Hallgrímssonar er sagt frá því að skoruþörungar myndi einstaka sinnum mor og liti sjó; sé það kallað blóðsjór.

Þetta var kærkomið tækifæri fyrir Bettinu Scholz þörungasérfræðing sem tók sýni og setti þörunginn í ræktun fyrir rannsóknir sínar en sjaldgæft er að ná smáþörungum í viðlíka þéttleika sem þessum.

Við þökkum Sigurbirni Björgvinssyni fyrir ábendinguna.

 

Þörungablómi (e. red tide) í höfninni á Skagaströnd 9. október síðastliðinn.

 

Hornþörungar af tegundinni Ceratium furca sem teknir voru úr höfninni í gær. Þetta eru smásæir þörungar sem eru aðeins um 70-200 µm á lengd.