Verkefnið ber heitið „Þarabreiður í Húnaflóa - Athugun á nýtingu á sjálfbæran hátt“ (hlekkur á skýrsluna) og er samstarfsverkefni BioPol og Náttúrustofu Norðurlands vestra. Verkefnið styrkti SSNV sem styður við uppbyggingu á atvinnustarfsemi á Norðurlandi vestra. Nokkrar þarabreiður voru myndaðar með neðansjávardróna sem fékkst fyrir styrkféð. Myndirnar geta nýst þeim sem hafa áhuga á nýtingu á þara eða jafnvel ígulkerjum sem nærast á þara og sjást því vel á myndskeiðunum. Myndefnið getur einnig nýst í tengslum við frekari rannsóknir á þarabreiðunum svo sem vaxtarhraða þara og samkeppni við afætur eða ásætur og mati á framlagi þara til kolefnisbindingar.