Skip to Content

Grjótkrabbi á Skagaströnd

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) fékkst í krabbagildru í Skagastrandarhöfn laugardaginn 14. október. Þetta var lítill karlkyns krabbi með 96 mm breiðan skjöld og vó 140 grömm. Tilraunaveiðar með krabbagildrur hafa staðið yfir á vegum BioPol síðastliðin tvö sumur í kringum Skagaströnd og ýmislegt veiðst í þær gildrur. Mest eru það þó ígulker, krossfiskar, trjónukrabbar og kuðungakrabbar en grjótkrabbinn lét ekki á sér kræla fyrr en gildru var komið fyrir í höfninni. Fregnir höfðu borist af grjótkrabba í Húnaflóa og tóm skel fannst í fjöru rétt norðan við Skagaströnd í ágúst. Grjótkrabbinn en nýr landnemi við Ísland sem fannst hér fyrst árið 2006 í Hvalfirði. Hann er ágeng tegund  sem hefur aukið búsvæði sitt jafnt og þétt síðustu ár. Eins og sést á myndskeiðinu að neðan þá fékkst ágætis þorskur (Gadus morhua) og sandkoli (Limanda limanda) í gildruna sem gerist ekki oft.

 

 

A Rock Crab (Cancer irroratus) was caught in a baited trap on saturday the 14. of November in the Skagaströnd harbour. This was a small male crab with a 96 mm wide shield and weigh 140 grams. For the last two summers BioPol has regularily deployed crab traps around the village at 20 meters dept but the catch consisted of other crabs of less economic value, sea urchins and starfish. There have been Rock Crab findings in Húnaflói and elsewhere on the northern shore but this was the first instance in Skagastrandarhöfn. The Rock crab is an invasive species in Iceland, first introduced in 2006 southwest of the country and has been gradually increasing its territory in Iceland. As can be seen in the video above the trap had some unusual bycatch; cod (Gadus morhua) and dab (Limanda limanda).