Skip to Content

Hreinsun strandlengjunnar / Beach clean-up day

Hreinsun strandlengjunnar 
 
Þann 29. maí fóru krakkarnir í fimm efstu bekkjum Höfðaskóla ásamt kennurum og fjórum starfsmönnum BioPol í stutta hreinsunarferð um strandlengjuna á Skagaströnd. Nemendum var skipt í þrjá hópa eftir aldri sem voru sendir á mismunandi staði.
Sjö krakkar í tíunda bekk, einn kennari og tveir starfsmenn BioPol fóru til Kálfshamarsvíkur. Þar söfnuðu þau 90 kílóum af rusli eins og sjá má á ljósmynd 1 hér fyrir neðan.
Krakkarnir í áttunda og níunda bekk (15 talsins), tveir kennarar og einn starfsmaður BioPol söfnuðu rusli meðfram strandlengjunni frá Vindhælisstapa og út eftir til Skagastrandar. Fjórir svartir ruslapokar söfnuðust þar og slatti af dekkjum (dekkin má sjá á mynd 2) en því miður var afrakstur þessa hóps ekki veginn.
16 krakkar í sjötta og sjöunda bekk, tveir kennarar og 1 starfsmaður BioPol hreinsuðu ströndina frá Háagerði inn að Skagaströnd. Alls söfnuðust þar sjö svartir ruslapokar og slatti af dekkjum. Ruslið úr þeim leiðangri vó 220 kg.
 
Við hjá BioPol þökkum Höfðaskóla fyrir samstarfið og vonumst til að endurtaka leikinn að ári.
 
The event took place on the 29th of May from 8-12 o´clock. Pupils from 5 grades were divided into 3 groups.
The first group was the 10th grade (7 pupils, 1 teacher and 2 staff of Biopol) which cleaned the area around Kálfshamarsvík. A total of 90 kg was collected in this area (see first picture).
The second group was the 9th and 8th grade (15 pupils, 2 teacher and 1 staff of Biopol) which cleaned the beach from Vindhælisstapi to Skagaströnd. A total of 4 big bin bags and a lot of tires were collected at that site (tires can be seen on the second picture). Unfortunately we don´t have any weight from this group.
The third group was the 7th and 6th grade (16 pupils, 2 teachers and 1 staff of Biopol) which cleaned the beach from Háagerði to Skagaströnd. A total of 7 big bin bags and some tires were collected at that site. The weight of the trash collected was 220 kg.
 
I hope this event can be repeated next year!
 
Hreinsun Strandlengjunnar beach clean-up plastic pollution plastmengun
Mynd 1. Tíundi bekkur Höfðaskóla hreinsaði strandlengjuna í Kálfshamarsvík og safnaði 90 kílóum af rusli.
 
Hreinsun Strandlengjunnar beach clean-up plastic pollution plastmengun í hafi
Mynd 2. Hér má sjá dekk sem fundust í og ofan við fjöruna sunnan við þéttbýlið á Skagaströnd.