Skip to Content

Ný grein um örplastmengun í norðurhöfum.

Á dögunum kom út ný grein sem starfsmaður BioPol, Valtýr Sigurðsson, tók þátt í að skrifa. Um er að ræða álitsgrein þar sem örplastmengun í norðurhöfum er rædd frá öllum hliðum og tillögur að úrbótum kannaðar. Þetta var alþjóðlegt samstarfsverkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en greinin var hluti af stærra verkefni sem innihélt meðal annars ráðstefnu sem halda átti á Íslandi 2020 en var streymt á netinu 2021. Valtýr hélt þar kynningu upp úr skýrslu sem BioPol vann um örplastmengun í hafinu kringum Ísland. Ásamt því að gera myndirnar í greininni skrifaði hann kaflann „How do oceanographic dynamics determine transport and fate of MPs in the Icelandic waters?“  Greinina má nálgast hér  (hlekkur)
 og samantekt frá ráðstefnunni má nálgast hér (pdf).