Heiðrún Eiríksdóttir fyrrum starfsmaður BioPol sem starfar núna hjá Náttúrufræðistofnun á Akureyri fékk á dögunum útgefna ritrýnda grein í tímaritinu Marine Drugs. Rannsókn hennar fjallar um vöxt olíumyndandi örvera í æti framleiddu úr aukaafurðum sláturhúsa en verkefnið var hluti af meistaraverkefni Heiðrúnar í samstarfi BioPol og Háskólans á Akureyri. Meginhluti vinnunnar við verkefnið fór fram hjá BioPol á Skagaströnd og var hluti af stóru rannsóknaverkefni styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.
Útdráttur
Aukin vitundarvakning á mikilvægi fjölómettaðra fitusýra (PUFAs), t.d. docosahexaenoic sýru (DHA), í fæðu manna hefur leitt til þess að leitað er eftir nýjum aðferðum við framleiðslu PUFAs þar sem náttúrulegt framboð þeirra í fiskiolíu er takmarkað. Sýnt hefur verið fram á að ófrumbjarga og olíumyndandi örverur af ætt Thraustochytriaceae framleiði PUFAs .Í þessu verkefni var aukaafurðum úr sláturhúsum, þ.e. innyflum úr nautgripum (lunga og milta) og sauðfé (bris), safnað og brisið notað sem ensímhvati við niðurbrot innyflanna. Tær próteinlausn frá aukaafurðunum (BYPP) var notuð í ætisgerð fyrir stofn Sicyoidochytrium minutum af ætt Thraustochytriaceae. Þurrvigt frumumassa S. minutum eftir 5 daga ræktun við 25°Cí BYPP æti ásamt glýseróli var 1,14 ± 0,03 g/L (lunga) og 1,44 ± 0,24 g/L (milta), samanborið við 1,92 ± 0,25 g/L í samanburðaræti (BM) sem innihélt tryptone, peptone og glýseról. Heildarmagn fitu í þurrvigt frumumassa eftir ræktun í BYPP æti (lunga) ásamt glýseróli (28,17% ± 1,33) var marktækt hærra en í BM æti (21,72% ± 2,45). Hins vegar var hlutfall DHA af fitusýrum í frumumassa eftir ræktun í BYPP æti (lunga) (25,24% ± 1,56) marktækt lægra en eftir ræktun í BM æti (33,02% ± 2,37). Því er hægt að álykta að olíumyndandi örverur af ætt Thraustochytriaceae geti vaxið í æti framleiddu úr ódýrum aukaafurðum sem falla til í sláturhúsum.
Abstract
The demand for novel sources of marine oils, which contain polyunsaturated fatty acids (PUFAs), has increased due to the realization of the importance of PUFAs, e.g., docosahexaenoic acid (DHA), in the human diet. However, the natural supply is limited. By-product peptones (BYPP) intended as a growth medium for the PUFA-producing strain Sicyoidochytrium minutum of family Thraustochytriaceae were produced after several experiments on the pancreatic digestion of bovine lungs and spleens. S. minutum was able to grow in a medium containing BYPP made from the pancreatic digestion of lung and spleen with glycerol, resulting in 1.14 ± 0.03 g cell dry weight (CDW)/L and 1.44 ± 0.24 g CDW/L, respectively, after 5 days of incubation at 25 °C, compared to 1.92 ± 0.25 g CDW/L in Basal Medium (BM) containing tryptone, peptone, and glycerol. The lipid content, obtained after growth in lung BYPP media with glycerol as a carbon source, was significantly higher (28.17% ± 1.33 of dry weight) than in the control basal medium (BM) (21.72% ± 2.45); however, DHA as a percentage of total fatty acids was lower in BYPP than in the control BM (25.24% ± 1.56 and 33.02% ± 2.37, respectively). It is concluded that low-value by-products from abattoirs can be used as ingredients for the cultivation of oligogenic Thraustochytriaceae.