Skip to Content

Skýrsla um örplast kynnt

Langstærstur hluti örplasts sem berst út í umhverfið hér á landi kemur frá bifreiðaumferð og vegmerkingum. Aðrar veigamiklar uppsprettur eru frá húsamálningu og þvotti á fatnaði úr gerviefnum. Helstu farvegir eru með ofanvatni sem rennur í gegnum ræsin í þéttbýli út í hafið.

Hér er hlekkur á skýrsluna: skýrsla

Hér er hlekkur á fréttina hjá ráðuneytinu: frétt

Til þess að sporna gegn flæði örplasts með ofanvatni má bæta hreinsun ofanvatns, til dæmis með settjörnum við helstu umferðargötur í Reykjavík og öðrum stærri þéttbýlissvæðum. Almenningur getur helst lagt sitt af mörkum með því að skipuleggja og taka þátt í fjöruhreinsunum þar sem sjávarföllin mylja stærra plast í örplastagnir sem dreifast svo um hafið (hlekkur á grein). 

Það er ekki úr vegi að benda á að þó svo mikið af örplasti berist til sjávar er ekki þar með sagt að neysla sjávarafurða sé varhugaverð. Samkvæmt breskri rannsókn fellur talsvert meira örplast matardiskana okkar á meðan við borðum heldur en það sem við hugsanlega innbyrðum með sjávarfangi eins og kræklingi (hlekkur á grein).