Skip to Content

Starfsmaður á rannsóknastofu

BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd óskar eftir að ráða starfsmann á rannsóknastofu félagsins. Umsækjanda er ætlað að sinna fjölbreyttum verkefnum á rannsóknastofu og í Vörusmiðju BioPol ásamt því að hafa  umsjón með birgðahaldi, sjá um þrif á glervöru, fatnaði og húsnæði. Starfsstöð umsækjanda verður á Skagaströnd. Starfshlutfall er 70%.

Hæfniskröfur:

  • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð
  • Menntun á sviði náttúrufræða kostur en ekki skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 30. sepember nk. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og meðmælendur berist í pósti til BioPol ehf.,  Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd eða á netfangið halldor@biopol.is

Nánari upplýsingar Halldór G. Ólafsson halldor@biopol.is framkvæmdastjóri í síma 452-2977 eða 896-7977