Skip to Content

Um æxlun hrognkelsa: Dr. James Kennedy fær birta grein í vísindaritinu Polar Biology

Æxlun hrognkelsa er lítt þekkt og hafa BioPol og Hafró tekið sig saman um að reyna að skilja betur þessa heillandi fisktegund með því að taka sýni af grásleppuhrognum yfir nokkurra ára skeið. Grásleppa var fengin úr makrílleiðöngrum í júlí á milli Íslands og Grænlands og í Noregshafi. Að auki voru sýni tekin úr vor- og haustleiðöngrum Hafró og einnig úr afla grásleppuveiðimanna.

Niðurstöður leiddu í ljós að þroskun eggjastokka grásleppu hefs fyrir júlímánuð og er yfirstandandi fram í mars þegar hrygning er þegar hafin. Það bendir til þess að þroskun eggjastokkanna fram að hrygningu taki alla vega 8 mánuði. Í vorleiðöngrun fannst grásleppa á hinum ýmsu þroskunarstigum en afli sjómanna samanstóð hins vegar eingöngu af fiskum mjög nærri hrygningu. Af þessu má sjá að hrognkelsi koma ekki inn á grunnið fyrr en að hrygningu kemur en halda sig úti fyrir, yfir meira dýpi fram að því. Fiskar sem voru að hrygningu komnir veiddust frá því í apríl fram í júlí þannig að hrygning stendur yfir í að minnsta kosti 4 mánuði. Hver grásleppa hrygnir í tveimur skömmtum og stærri fiskar hafa stærri egg.

Hér er tengill á greinina.

 

Reproduction in lumpfish is poorly understood, so in a joint project between Biopol and HAFRO, attempts were made to better understand this fascinating species by collecting ovary samples throughout the year over several years. Fish were caught during the pelagic mackerel survey in July across the Norwegian Sea and in waters between Iceland and Greenland. In addition, samples were taken from the HAFRO autumn and spring survey and also the lumpfish fishery.

We found that the development of the ovary begins before July and as fish are spawning in March, indicates that it takes at least 8 months for the ovaries to develop in preparation for spawning. The spring survey caught fish at a wide range of development stages, while the fishery caught fish which were very close to spawning. Thus, lumpfish wait in deep water and only when they are close to spawning, do they come to the coast. Fish which were about to spawn were caught in every month between April and July, so the spawning season lasts for at least 4 months. Each lumpfish will spawn two batches of eggs with larger fish producing larger eggs.

Here is a link to the article